Boko Haram skáru 9 manns á háls

Nígería. Mynd úr safni.
Nígería. Mynd úr safni. AFP

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu níu manns nýverið. Hinir myrtu voru bændur sem höfðu hafst við í flóttamannabúðum. Höfðu þeir ákveðið að fara aftur heim til sín til að huga að býlum sínum þar sem að ástandið hafi verið nokkuð „friðsælt“ um tíma þegar hryðjuverkasamtökin létu til skarar skríða.

„Árásarmennirnir sátu fyrir fólkinu og réðust á það með hnífum og sveðjum. [...] Þeir skáru fólk á háls en nokkrir náðu að flýja við illan leik með skrámur og skurði,“ segir hjálparstarfsmaður sem vill ekki láta nafn síns getið. 

Sumir flýðu til nágrannalandsins Kamerún.

Boko Haram nýta sér ástandið sem skapast á regntímanum til að ráðast á bændur og myrða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka