Boko Haram skáru 9 manns á háls

Nígería. Mynd úr safni.
Nígería. Mynd úr safni. AFP

Hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram myrtu níu manns ný­verið. Hinir myrtu voru bænd­ur sem höfðu hafst við í flótta­manna­búðum. Höfðu þeir ákveðið að fara aft­ur heim til sín til að huga að býl­um sín­um þar sem að ástandið hafi verið nokkuð „friðsælt“ um tíma þegar hryðju­verka­sam­tök­in létu til skar­ar skríða.

„Árás­ar­menn­irn­ir sátu fyr­ir fólk­inu og réðust á það með hníf­um og sveðjum. [...] Þeir skáru fólk á háls en nokkr­ir náðu að flýja við ill­an leik með skrám­ur og skurði,“ seg­ir hjálp­ar­starfsmaður sem vill ekki láta nafn síns getið. 

Sum­ir flýðu til ná­granna­lands­ins Kam­erún.

Boko Haram nýta sér ástandið sem skap­ast á regn­tím­an­um til að ráðast á bænd­ur og myrða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert