Fagna árangri AfD

Nýir þingmenn AfD, Alexander Gauland og Alice Weidel.
Nýir þingmenn AfD, Alexander Gauland og Alice Weidel. AFP

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, og Geert Wilder, leiðtogi Þjóðarflokksins í Hollandi, fagna árangri systurflokksins í þýsku þingkosningunum.

Nýr val­kost­ur fyr­ir Þýska­land, Alternati­ve für Deutsch­land (AfD), fékk meira en 13% fylgi í þingkosningunum í dag og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkur landsins. Bravo segir Le Pen og segir að góður árangur flokksins sýni að Evrópubúar séu að vakna til lífsins á nýjan leik. 

Wilder óskar Frauke Petry, leiðtoga AfD til hamingju á Twitter og birtir mynd af þeim tveimur með færslunni.  Hann bendir á að flokkur hans, PVV, sé annar stærsti flokkur Hollands. Front National, flokkur Le Pen, er annar stærsti í Frakklandi og í Austurríki sé FPO í öðru sæti þegar kemur að stærð stjórnmálaflokka. Nú sé AfD komið í þriðja sætið í Þýskalandi.

„Skilaboðin eru skýr, við erum ekki íslömsk ríki,“ skrifar Wilder á Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert