Tæplega 50 þúsund íbúar á Balí hafa verið fluttir á brott af heimilum sínum af ótta við að eldfjallið Agung fari að gjósa.
Upplýsingafulltrúi almannavarna á eyjunni, Sutopo Purwo Nugroho, segir að alls hafi 48.540 íbúar verið fluttir á brott.
Viðbúnaðurinn hefur ekki enn haft nein áhrif á helstu ferðamannastaði eða flugsamgöngur við indónesísku eyjuna.