Trump heimsækir Púertó Ríkó

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Púertó Ríkó á þriðjudaginn í næst viku. Landið varð illa úti eftir fellibylinn Maríu sem reið yfir landið fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir skeytingaleysi sitt gagnvart neyð íbúa landsvæðisins.

Trump greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Ferðin verður farin 3. október. Það er eini tíminn sem kom til greina í þéttskipaðri dagskrá forsetans án þess að riðla henni.  

Nánast allt ríkið er rafmagnslaust, mannvirki ónýt og matur af skornum skammti. 

Mikil eyðilegging er í Púertó Ríkó eftir fellibylinn Maríu.
Mikil eyðilegging er í Púertó Ríkó eftir fellibylinn Maríu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert