Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflétt hömlum á skipaflutningum til Púertó Ríkó til að flýta fyrir því að neyðaraðstoð berist íbúum eyjarinnar, sem varð illa fyrir barðinu á fellibylnum Maríu í síðustu viku.
Greint var frá því að Twitter-síðu Hvíta hússins að Trump hafi heimilað að undanþága verði veitt frá nefndum Jones lögum í tilfelli Púertó Ríkó.
Yfirvöld á eyjunni höfðu áður þrýst á bandarísk stjórnvöld að gera slíkt, en lögin takmarka skipaflutninga milli stranda landsins og þeirra skipa sem sigla undir bandaríska fánanum.
Mikill skortur er á eldsneyti, drykkjarvatni og lyfjum á Púertó Ríkó eftir eyðilegginguna sem fylgdi í kjölfar Maríu, sem er öflugasti fellibylur til að fara yfir eyjuna í ein 90 ár.
BBC segir bandarísk alríkisyfirvöld og Bandaríkjaher nú leggja aukin kraft í hjálparstarf sitt eftir að umfang vanda Púertó Ríkó varð ljóst. Mikil fjöldi þeirra 3,4 milljóna manna sem búa á eyjunni eru enn án rafmagns, drykkjarvatns og annarra nauðsynja. María tók út rafmagnskerfi allrar eyjunnar og olli verulegum skaða á vatns- og affallskerfinu.
Erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til margra þar sem vegir eru margir ófærir vegna fallinna trjáa og flóðavatns.
Ricardo Rossello, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hefur sagt eyðilegginguna náttúruhamfarir án fordæmis.