Sagður hvetja liðsmenn til dáða

Abu Bakr al-Baghdadi.
Abu Bakr al-Baghdadi. AFP

Vígasamtökin Ríki íslams sendu frá sér hljóðupptöku í dag þar sem þeir segja leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, hvetja liðsmenn til dáða.

Í upptökunni heyrist maður hvetja liðsmenn Ríkis íslams til að „veita óvininum viðnám“ í Sýrlandi og Írak.

„Leiðtogi Ríkis íslams og hermenn hafa áttað sig á því að menn þurfa að vera þolinmóðir á leið til sigurs,“ kemur fram í upptökunni en ekki er vitað hvenær hún var tekin upp.

Baghdadi hefur ekki sést opinberlega síðan í júlí árið 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert