Fyrrverandi ruðningshetjan og leikarinn OJ Simpson hefur verið látinn laus úr fangelsi. Greint var frá því nú í sumar að samþykkt hefði verið að hann fengi reynslulausn, en hann var árið 2008 dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir að hafa rænt tveimur mönnum sem sérhæfðu sig í sölu íþróttaminjagripa og haldið þeim á hótelherbergi í Las Vegas.
Mikla athygli vakti árið 1995 þegar Simpson var sýknaður af morðákæru, en hann hafði verið sakaður um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goodman og vöktu réttarhöldin mikla athygli fjölmiðla.