Íbúar Púertó Ríkó geta verið stoltir

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að íbúar Púertó Ríkó gætu verið stoltir af því að ekki hafi fleiri mannslíf týnst í fellibylnum Maríu sem reið yfir landið. Eyðilegging Maríu hafi ekki verið nándar nærri jafn mikil og kraftur fellibyljarins Katrínar þar sem fleiri hundruð manns létust.   

Þetta sagði Trump í opinberri heimsókn til Púertó Ríkó. Hann gekk um svæðið Guaynabo ásamt eiginkonu sinni Melania Trump og fylgdarliði. Mikil eyðilegging blasti við á svæðinu þar sem meðal annars tré höfðu rifnað upp með rótum. Trump ræddi við íbúa á svæðinu. 

Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að sinna ekki neyðaraðstoð nægilega vel en fjölmargir íbúar svæðisins eru Bandarískir ríkisborgarar. Stór svæði eru enn á rafmagns og aðgengi að vatni er að skornum skammti sem og matur.  

Staðfest hefur verið að 16 manns létust í fellibylnum. 



Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melania Trump í …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melania Trump í opinberri heimsókn í Púertó Ríkó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert