Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að íbúar Púertó Ríkó gætu verið stoltir af því að ekki hafi fleiri mannslíf týnst í fellibylnum Maríu sem reið yfir landið. Eyðilegging Maríu hafi ekki verið nándar nærri jafn mikil og kraftur fellibyljarins Katrínar þar sem fleiri hundruð manns létust.
Þetta sagði Trump í opinberri heimsókn til Púertó Ríkó. Hann gekk um svæðið Guaynabo ásamt eiginkonu sinni Melania Trump og fylgdarliði. Mikil eyðilegging blasti við á svæðinu þar sem meðal annars tré höfðu rifnað upp með rótum. Trump ræddi við íbúa á svæðinu.
Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að sinna ekki neyðaraðstoð nægilega vel en fjölmargir íbúar svæðisins eru Bandarískir ríkisborgarar. Stór svæði eru enn á rafmagns og aðgengi að vatni er að skornum skammti sem og matur.
Staðfest hefur verið að 16 manns létust í fellibylnum.
Puerto Rico: Donald Trump compares Hurricane Maria to a "real catastrophe like Katrina" https://t.co/QhTLRNe4Vc pic.twitter.com/2npYLls33u
— BBC News (World) (@BBCWorld) October 3, 2017