Fjölskylda Pistorius ósátt

Oscar Pistorius eftir réttarhöldin í sumar.
Oscar Pistorius eftir réttarhöldin í sumar. AFP

Fjölskylda Suður-Afríska hlauparans Oscar Pistorius ætlar að lögsækja framleiðendur myndar sem sögð er byggja á ævi hans. Pistorius situr bak við lás og slá en hann var dæmdur í sex ára fangelsi í fyrra fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp.

Áætlað er að kvikmyndin Blade Runner Killer verði frumsýnd í næsta mánuði en þar segir meðal annars frá því þegar Pistorius skaut fjórum skotum í Steenkamp og drap hana. Hann var kallaður „Blade Runner“ á hlaupabrautinni og þaðan kemur titill myndarinnar.

Fjölskylda hlauparans sagði að myndin gæfi rangar upplýsingar um það sem hefði gerst í raun og veru. 

„Myndin er frekar túlkun á því sem saksóknari sagði að hefði gerst. Við munum sækja okkar rétt,“ var meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fjölskyldunnar vegna málsins.

Pistorius skaut Steenkamp fjór­um sinn­um í gegn­um baðher­berg­is­dyrn­ar á heim­ili sínu en hann hef­ur alla tíð haldið því fram að hann hafi talið inn­brotsþjóf vera á bak við hurðina sem hann skaut á. 

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka