Ljósmyndum af hótelherbergi Stephen Paddock í Los Angeles hefur verið lekið í að minnsta kosti tvo fjölmiðla. Á þeim sjást rifflar og skothylki á gólfinu og einnig það sem lítur út fyrir að vera handskrifað bréf.
Myndirnar birtust hjá Boston 25 sjónvarpsstöðinni og í þýska tímaritinu Bild.
Lögreglustjórinn í Las Vegas, Joseph Lombardo, staðfesti að í íbúðinni á hótelinu hafi verið myndavélar. Einni þeirra var beint að hótelganginum. Á sömu myndum sést sundurskotin hurð en Paddock hæfði einn hótel starfsmann í fótinn þegar hann hugðist líklega brjóta sér leið inn í herbergi hans.
Á einni myndinni sjást fætur Paddock við hlið tveggja riffla og á nálægu borði er fyrrgreint handskrifað bréf. Í herberginu fundust 23 skotvopn.