Vita ekki enn hvar þotan er

AFP

Rannsóknarnefnd í Ástralíu hefur skilað lokaskýrslu sinni um malsísku farþegaþotuna MH370 sem saknað hefur verið síðan hún hvarf árið 2014 á leiðinni frá frá Kuala Lumpur til Peking í Kína með 239 manns um borð. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Haft er eftir rannsóknarnefndinni að það sé nánast óhugsandi og samfélagslega óásættanlegt í dag þegar um 10 milljónir farþega stígi um borð í farþegaflugvélar á hverjum degi að stór farþegaflugvél sé týnd og að ekki sé vitað fyrir víst hvað hafi orðið um hana og þá sem um borð voru. Þrátt fyrir gríðarlega leit hundruða einstaklinga.

Fram kemur í skýrslunni að talið sé að farþegaþotan hafi að öllum líkindum verið stödd einhvers staðar á 25 þúsund ferkílómetra svæði í sunnanverðu Indlandshafi norður af því svæði sem upphaflega var skilgreint sem leitarsvæði.

Gríðarlega leit hefur farið fram að farþegaþotunni og ein sú stærsta í flugsögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka