Fleiri borgir voru í sigtinu

Fórnarlamba fjöldamorðanna í Las Vegas minnst.
Fórnarlamba fjöldamorðanna í Las Vegas minnst. AFP

Árásarmaðurinn sem myrti 58 manns í Las Vegas var með fleiri borgir í sigtinu. Stephen Paddock hafði pantað tvö herbergi á hóteli í Chicago á sama tíma og tónlistarhátíðin Lollapalooza fór fram í ágúst. Hann hafði einnig skoðað hótel í Boston. Greint er frá þessu í bandarískum miðlum.

Paddock mætti hins vegar aldrei á Blackstone-hótelið í Chicago þrátt fyrir bókunina. Gott útsýni er af hótelinu yfir tónleikasvæðið. Fleiri hundruð manns mættu á tónlistarhátíðina í Grant Park og þeirra á meðal var Malia Obama, dóttir Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 

Paddock skoðaði einnig hótel í kringum Fenway Park-hafnarboltavöllinn í Boston. Hins vegar benda engin gögn til þess að hann hafi farið til borgarinnar.  

Yfirvöld komust að þessum upplýsingum með því að skoða notkun hans á samskiptamiðlum og tölvubúnað.  

Árásin í Las Vegas var þaulskipulögð, að sögn lögreglu. 

Efla öryggisgæslu í Boston maraþoninu

Öryggisgæslan í Boston-maraþoninu sem fram fer um helgina hefur verið efld til muna vegna árásarinnar. Reiknað er með yfir milljón manns muni fylgjast með maraþoninu og yfir 40 þúsund þátttakendum.  

Lögreglan hefur bætt við yfir eitt þúsund lögreglumönnum á vakt þessa helgi.


  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert