Vita ekki ástæðuna fyrir ódæðinu

Frá minningarathöfn vegna fórnarlamba árásarinnar.
Frá minningarathöfn vegna fórnarlamba árásarinnar. AFP

Fimm dögum eftir mannskæðustu skotárás Bandaríkjanna í seinni tíð hefur lögreglan ekki fundið út hvers vegna hún var gerð.

„Við höfum ekki fundið skýrt tilefni eða ástæðu,“ sagði Kevin McMahill hjá lögreglunni í Las Vegas.

„Eins og staðan er núna höfum við engar haldbærar upplýsingar varðandi ástæðuna.“

Stephen Paddock myrti 58 manns og særði tæplega 500 manns í Las Vegas síðastliðinn sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert