Parwin hitti loksins dætur sínar um helgina eftir þriggja ára aðskilnað. Norsk yfirvöld ákváðu í sumar að endurskoða fyrri ákvörðun um að synja þeim um fjölskyldusamningu en ákvörðunin byggði á saria-lögum sem gilda um fjölskyldur í Afganistan.
Mbl.is fjallaði í vor um frásögn norska blaðsins Afganistan um Parwin, sem fékk hæli í Noregi fyrir nokkrum árum. Ástæðan fyrir því að hún fékk hæli var sú að hún var að flýja þvingað hjónaband með manni sem beitti hana ofbeldi.
Hún hafði flúið með dætur sínar fjórar til ættingja í Pakistan því þegar elsta dóttir hennar, Shamina varð tólf ára taldi faðir hennar, eiginmaður Parwin, tímabært að hún hætti í skóla og gengi í hjónaband. Parwin gat ekki hugsað sér að sama framtíð biði Shaminu og hennar en Parwin var gefin eiginmanninum þegar hún var 14 ára gömul. Þá var henni gert að hætta í skóla og verða eiginkona númer tvö hjá manni sem var 30 árum eldri. ofbeldisfullan eiginmann.
Eftir að hún fékk hæli í Noregi óskaði hún eftir því að dætur hennar fengju að sameinast henni í Noregi. En þar sem hún gat ekki lagt fram opinber skjöl frá Afganistan um að hún færi með forræði yfir stúlkunum þremur fékk hún synjun frá bæði Útlendingastofnun og áfrýjunarnefnd. (Utlendingsdirektoratet, UDI) (Utlendingsnemnda, UNE). Bæði UDI og UNE báru fyrir sig skort á skjölum um að konan fari með forræði yfir þeim. UNE vísaði í fjölskyldulög í Afganistan um að börn séu sjálfkrafa eign föður, sagði í umfjöllun Aftenposten í vor.
Eftir að greinin birtist í Aftenposten skapaðist mikil umræða um málið meðal almennings og í júní ákváðu norsk yfirvöld að endurskoða ákvörðunina og að samþykkja fjölskyldu sameiningu sem varð loks að veruleika í gær.
Á Gardermoen-flugvelli beið Parwin með fjóra blómvendi ásamt lögmanni sínum og tveimur vinum eftir að dæturnar, Shamina (15), Shewa (14), Waheeda (13) og Maryam (10) kæmu til landsins.
Í samtali við Aftenposten lýsir hún því hversu áhyggjufull hún væri - myndu þær vera um borð í flugvélinni frá Pakistan? En draumurinn varð að veruleika og nú bíður Parwin og dætranna að finna skóla fyrir þær og stærra húsnæði. En það sem skiptir þær mestu máli er að vera loksins saman á ný, segir í umfjöllun Aftenposten.