Fékk loksins dæturnar til sín

Parwin var 14 ára þegar henni var gert að hætta …
Parwin var 14 ára þegar henni var gert að hætta í skóla og gefin manni sem var 30 árum eldri en hún. AFP

Parw­in hitti loks­ins dæt­ur sín­ar um helg­ina eft­ir þriggja ára aðskilnað. Norsk yf­ir­völd ákváðu í sum­ar að end­ur­skoða fyrri ákvörðun um að synja þeim um fjöl­skyldu­samn­ingu en ákvörðunin byggði á saria-lög­um sem gilda um fjöl­skyld­ur í Af­gan­ist­an.

Mbl.is fjallaði í vor um frá­sögn norska blaðsins Af­gan­ist­an um Parw­in, sem fékk hæli í Nor­egi fyr­ir nokkr­um árum. Ástæðan fyr­ir því að hún fékk hæli var sú að hún var að flýja þvingað hjóna­band með manni sem beitti hana of­beldi.

Hún hafði flúið með dæt­ur sín­ar fjór­ar til ætt­ingja í Pak­ist­an því þegar elsta dótt­ir henn­ar, Sham­ina varð tólf ára taldi faðir henn­ar, eig­inmaður Parw­in, tíma­bært að hún hætti í skóla og gengi í hjóna­band. Parw­in gat ekki hugsað sér að sama framtíð biði Sham­inu og henn­ar en Parw­in var gef­in eig­in­mann­in­um þegar hún var 14 ára göm­ul. Þá var henni gert að hætta í skóla og verða eig­in­kona núm­er tvö hjá manni sem var 30 árum eldri.  of­beld­is­full­an eig­in­mann.

Eft­ir að hún fékk hæli í Nor­egi óskaði hún eft­ir því að dæt­ur henn­ar fengju að sam­ein­ast henni í Nor­egi. En þar sem hún gat ekki lagt fram op­in­ber skjöl frá Af­gan­ist­an um að hún færi með for­ræði yfir stúlk­un­um þrem­ur fékk hún synj­un frá bæði Útlend­inga­stofn­un og áfrýj­un­ar­nefnd. (Ut­lend­ings­direk­toratet, UDI) (Ut­lend­ingsnemnda, UNE). Bæði UDI og UNE báru fyr­ir sig skort á skjöl­um um að kon­an fari með for­ræði yfir þeim. UNE vís­aði í fjöl­skyldu­lög í Af­gan­ist­an um að börn séu sjálf­krafa eign föður, sagði í um­fjöll­un Af­ten­posten í vor. 

Eft­ir að grein­in birt­ist í Af­ten­posten skapaðist mik­il umræða um málið meðal al­menn­ings og í júní ákváðu norsk yf­ir­völd að end­ur­skoða ákvörðun­ina og að samþykkja fjöl­skyldu sam­ein­ingu sem varð loks að veru­leika í gær. 

Á Gardermoen-flug­velli beið Parw­in með fjóra blóm­vendi ásamt lög­manni sín­um og tveim­ur vin­um eft­ir að dæt­urn­ar, Sham­ina (15), Shewa (14), Waheeda (13) og Maryam (10) kæmu til lands­ins.

Í sam­tali við Af­ten­posten lýs­ir hún því hversu áhyggju­full hún væri - myndu þær vera um borð í flug­vél­inni frá Pak­ist­an? En draum­ur­inn varð að veru­leika og nú bíður Parw­in og dætr­anna að finna skóla fyr­ir þær og stærra hús­næði. En það sem skipt­ir þær mestu máli er að vera loks­ins sam­an á ný, seg­ir í um­fjöll­un Af­ten­posten.

Um­fjöll­un Af­ten­posten í kvöld

Á Gardemoen.
Á Gardemoen. SCAN­PIX
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert