Tvö orð sem segja allt

#MeToo (#Ég líka).
#MeToo (#Ég líka). AFP

Tvö ein­föld orð, #MeT­oo (#Ég líka) eru lík­lega þau orð sem oft­ast hef­ur verið deilt á Twitter und­an­far­inn sól­ar­hring. Um er að ræða her­ferð gegn kyn­ferðis­legri áreitni og kyn­ferðis­legu of­beldi. 

Stór hluti þeirra sem deila myllu­merk­inu á sam­fé­lags­miðlum eru kon­ur sem greina frá því að þær hafi orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni eða kyn­ferðis­legu of­beldi. 

Í gær greindi leik­kon­an Alyssa Milano frá því á Twitter að ef all­ar kon­ur sem hafa orðið fyr­ir slíku of­beldi myndu skrifa færslu und­ir myllu­merk­inu #MeT­oo kæmi senni­lega í ljós hversu al­gegnt vanda­málið er.

Leikkonan Alyssa Milano hratt af stað herferðini #MeToo.
Leik­kon­an Alyssa Milano hratt af stað her­ferðini #MeT­oo. AFP

„Ef þú hef­ur orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni eða of­beldi skrifaðu ég líka sem svar við þess­ari færslu á Twitter,“ skrif­ar hún.

CNN seg­ir að her­ferðin hafi byrjað sem svar við máli kvik­mynda­fram­leiðand­ans Har­vey Wein­stein.
AFP frétta­stof­an grein­ir frá því að um 27 þúsund manns hafi svarað kalli Milano frá því í gær­kvöldi.
Fjöl­marg­ar sár­ar per­sónu­leg­ar sög­ur hafa fylgt í kjöl­farið og þykja til marks um vanda­mál sem nær langt út fyr­ir heim fræga og ríka fólks­ins í Hollywood held­ur er þetta hluti af dag­legu lífi kvenna út um all­an heim.

Marg­ar þeirra kvenna sem tjá sig núna eru að greina frá of­beld­inu í fyrsta skipti. Of­beldi sem þær hafa gengið í gegn­um og skamm­ast sín fyr­ir -  hafa tekið á sig sök­ina fyr­ir of­beld­is­mann­inn. Aðrar hafa látið nægja að svara með færsl­unni #MeT­oo."

Sum­ar kvenn­anna hafa verið beitt­ar of­beldi af hálfu ætt­ingja þegar þær voru börn eða ung­ling­ar. Of­beldi af hálfu ein­hvers sem þær treystu. Eng­inn trúði þeim þegar þær sögðu frá. „Ég vildi óska þess að muna hver ég var áður#MeT­oo," skrif­ar Ros­ey.

„Beitt kyn­ferðis­legu of­beldi af ein­um úr fjöl­skyld­unni. Nauðgað sem barn og sem full­orðin. Varð fíkni­efnafík­ill en hafði bet­ur. Aldrei gef­ast upp. Ég er hér #MeT­oo,“ skrif­ar Amy Christen­sen í færslu á Twitter.

„Beitt kyn­ferðis­legu of­beldi af her­lækni á Lackland her­stöðinni. 1973," skrif­ar Debi­Day.

„Ég líka. Ég tjáði mig og hvað lærði ég á því. Það að eng­inn, bók­staf­lega eng­inn hlustaði og veitti aðstoð,“ skrif­ar Lisa Omlid.

Fjöl­marg­ir karl­menn tjá sig einnig og lýsa yfir stuðningi við her­ferðina. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert