Leitin að MH370 hefst aftur

Malasískur maður gengur framhjá veggmynd af MH370-vélinni.
Malasískur maður gengur framhjá veggmynd af MH370-vélinni. AFP

Stjórnvöld í Malasíu hafa gert samkomulag við bandarískt fyrirtæki vegna leitar að malasísku farþegaflugvélinni MH370 sem hvarf af ratsjám í mars árið 2014.

Ríkisstjórn Malasíu samþykkti tilboð frá fyrirtækinu Ocean Infitniy. Það ætla að leita að flaki  vélarinnar en fær eingöngu borgað ef það finnst. Ef ekki mun fyrirtækið sjálft standa straum af kostnaðinum við leitina, samkvæmt frétt BBC

Flugvélin MH370 hvarf af ratsjám á flugi á milli Kuala Lumpur og Peking með 239 manns um borð.

Gríðarmikil leit fór fram sem náði yfir 120 þúsund ferkílómetra svæði og nam kostnaðurinn hátt í sautján milljörðum króna áður en leitinni var hætt í janúar.

Ocean Infinity hefur ekki greint frá áætluðum kostnaði vegna fyrirhugaðrar leitar. Fyrirtækið mun einbeita sér að 25 þúsund ferkílómetra svæði þar sem rannsóknarnefnd samgönguslysa í Ástralíu telur líklegt að flugvélin hafi hrapað í sjóinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka