Átök hafa brotist út milli Kúrda og íraskra hermanna í olíuborginni Kirkuk í Norður-Írak nokkrum dögum eftir að íraski herinn og vopnaðar sveitir síta hertóku hana. Yfir 100 þúsund Kúrdar hafa flúið borgina. BBC greinir frá.
Að sögn sjónarvotta hafa eldflaugum verið skotið á loft, fallbyssum verið beitt og vélbyssum í Alton Kupri. Það er eina svæðið þar sem Kúrdar eru enn við völd. Samkvæmt frétt AFP náðu sítar og íraski herinn svæðinu á sitt vald sem hefur nú alla borgina Kirkuk á sínu valdi.
Í vikunni hertók íraski herinn landsvæðið sem Kúrdar hafa ráðið yfir frá árinu 2014.