44 látnir eftir skógarelda í Portúgal

AFP

Tala látinna í skógareldum sem nú geisa í miðhluta Portúgal er komin upp í 44, eftir að einn einstaklingur lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Þetta staðfesti talsmaður almannvarna í Portúgal í samtali við AFP-fréttastofuna. Fjöldi slasaðra er um 70.

Tala látinna gæti enn hækkað, en gær fannst lík í borginni Coimbra. Borgin hefur farið mjög illa út úr skógareldunum sem kviknuðu fyrir tæpri viku síðan. Björgunaraðilar og slökkvilið telja sig hafa náð tökum á eldunum, með hjálp rigningar og þá hefur dregið úr vindi.

Þetta er í annað sinn á aðeins fjórum mánuðum sem skógareldar valda miklu manntjóni og eyðileggingu í Portúgal. Í júní létust 64 í eldum sem geisuðu á Pedrogao Grande svæðinu, en þá var um að ræða mesta mannfall í skógareldum í sögu Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert