Norskum ráðherra nóg boðið

Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála og þingmaður Framfaraflokksins í Noregi,
Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála og þingmaður Framfaraflokksins í Noregi, Facebook-síða Sylvi Listhaug

Sylvi List­haug, ráðherra inn­flytj­enda­mála og þing­manni Fram­fara­flokks­ins í Nor­egi, er nóg boðið eft­ir að ras­ist­ar létu fúkyrðum rigna á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far mynd­birt­ing­ar henn­ar á Face­book. Mynd­irn­ar eru tekn­ar í heim­sókn henn­ar til sýr­lenskr­ar fjöl­skyldu.

Inn­flytj­enda­mál og mál­efni hæl­is­leit­enda hafa verið mjög í umræðunni í Nor­egi líkt og víðast hvar í heim­in­um og þykir Fram­fara­flokk­ur­inn reka harða stefnu gegn frek­ari fjölg­un inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda.

List­haug hef­ur þar verið framar­lega í flokki en nú er henni nóg boðið yfir því sem virk­ir í at­huga­semd­um hafa látið út úr sér á sam­fé­lags­miðlum. Snýst málið meðal ann­ars um rétt kvenna sem eru mús­lím­ar til að ganga með slæðu (hijab).

List­haug þáði boð sýr­lenskr­ar flótta­fjöl­skyldu um að koma í heim­sókn á heim­ili þeirra í Finn­mörk fyrr í vik­unni. Fjöl­skyld­an býr í Mehamn og var til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar í héraðið að sjá hvernig flótta­fólki hef­ur gengið að fóta sig í héraðinu.

Sama kvöld birti hún mynd­ir á face­booksíðu sinni og voru marg­ir sem höfðu þörf fyr­ir að tjá sig um þær. Um­mæli eins og „gleymdu því að reyna að aðlaga þetta fólk,“, „þetta eru heiðnir lyga­laup­ar,“ og „ekki fylla sveit­ar­fé­lög með fólki eins og þeim þegar það er ekki næg at­vinna fyr­ir Norðmenn sem búa hér“ eru meðal þess sem fylgj­end­ur ráðherr­ans skrifuðu.

Mörg um­mæl­anna beind­ust að höfuðklút sýr­lensku móður­inn­ar (sem hyl­ur aðeins hár og háls – hijab). Líkt og flest­ir vita er ekki hægt að rekja upp­runa slæðunn­ar beint til íslams þar sem sá siður að kon­ur hyldu sig á ein­hvern hátt fyr­ir­fannst löngu fyr­ir tíma íslams. Elstu dæmi um slíkt er að finna í Mesópóta­míu fyr­ir um 5.000 árum.

„Taktu höfuðfatið ofan svo þið getið aðlag­ast SÓMASAM­LEGA,“ er meðal um­mæla. „Farið heim til ykk­ar lands og byggið það upp. Þar getið þið gengið með hijab alla daga,“ skrif­ar ann­ar. „Sylvi, ég styð þig í níu skipti af tíu en þetta er und­an­tekn­ing,“ seg­ir enn frem­ur.

Sætti mig aldrei við móðgan­ir eða hót­an­ir

Um­mæl­in voru svo nei­kvæð að List­haug ákvað að birta þau op­in­ber­lega og svara þeim. 

„Ég tel að þetta sé merki um að ég verði að tjá mig skil­merki­lega. Ég mun aldrei sætta mig við móðgan­ir eða hót­an­ir. Ég var boðin í kaffi og köku á heim­ili góðrar fjöl­skyldu sem kem­ur frá Sýr­landi. Þetta var mjög nota­leg stund og þau ein­stak­lega gest­ris­in,“ seg­ir List­haug í viðtali við VG.

Fjöl­skyldufaðir­inn biður um það í viðtali við VG að mynd­irn­ar verði ekki birt­ar fram­ar vegna allra þess­ara nei­kvæðu um­mæla. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ seg­ir hann.

List­haug tek­ur fram að hún sé á móti því að börn gangi með hijab og hún telji ekki að búrk­ur eða niqab eigi er­indi í norskt sam­fé­lag. Niqab hyl­ur all­an lík­amann nema aug­un og tíðkast meðal ann­ars í Jemen. Búrka er slá sem hyl­ur kon­una frá toppi til táar og kon­an sér ein­göngu í gegn­um net, seg­ir á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands.

Mál­frelsi ein af grunnstoðum rík­is­ins

„En full­orðin kona hef­ur rétt á því að klæðast því sem henni sýn­ist á heim­ili sínu. Það er allt í lagi að hafa ólík­ar skoðanir og við ætt­um að taka það til greina. En þegar árás­irn­ar eru svona marg­ar og um­mæl­in dóna­leg þá er mér nóg boðið,“ seg­ir List­haug í viðtali við VG.

„Í Nor­egi er mál­frelsi eitt af grund­vall­ar­atriðunum og rétt­ur­inn til að ræða mik­il­væg og erfið sam­fé­lags­leg mál­efni. Ég hvet til þess en ég dreg lín­urn­ar þegar umræðan verður skít­kast. Þessi móðir á ekki skilið svo ógeðsleg um­mæli held­ur aðeins vin­gjarn­leg og að vera tekið opn­um örm­um. Þetta er ósann­gjarnt og þetta er ekki norskt,“ bæt­ir hún við.

Ráðherr­ann seg­ist ekki hafa neitt á móti því að vera gagn­rýnd af þeim sem líta á sig sem stuðnings­menn henn­ar.

„Ég fæ á mig gagn­rýni úr ólík­um átt­um og ég er sátt við það. Það að styðja stranga stefnu varðandi alþjóðlega vernd og inn­flytj­end­ur þýðir ekki að þú sért ras­isti og ill­gjarn. Flest­um tekst að halda umræðunni á kurt­eis­leg­um nót­um en þegar fólk ger­ir það ekki og fer yfir lín­una reyni ég að svara því,“ seg­ir List­haug.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert