4 handteknir vegna árásar í lest

Rannsóknarlögreglumenn kanna hér lestina á járnbrautarstöðinni í Arras eftir árásina.
Rannsóknarlögreglumenn kanna hér lestina á járnbrautarstöðinni í Arras eftir árásina. AFP

Belgíska lögreglan handók í dag fjóra einstaklinga í tengslum við árás  sem gerð var á Thalys hraðlestina sem ferðast milli Belgíu og Parísar ári 2015. Vígamaður hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams skaut og særði alvarlega farþega um borð í lestinni áður en hann var yfirbugaður. 

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu saksóknara í Belgíu segir að fjórir hafi verið færðir til yfirheyrslu vegna málsins í kjölfar húsleita sem gerðar voru á sex stöðum.

Rannsóknardómari mun síðar ákveða hvort hinir handteknu verði færðir í gæsluvarðhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert