Berbrjósta mótmæltu þær Polanski

Þessum franska mótmælanda var hent út.
Þessum franska mótmælanda var hent út. AFP

Berbrjósta franskir femínistar mótmæltu harðlega kvikmyndaleikstjóranum Roman Polanski í París í dag sem hefur meðal annars verið sakaður um nauðgun. Polanski var viðstaddur kvik­myndaröð þar sem farið var yfir fer­il kvik­mynda­leik­stjór­anss.  

Konurnar hrópuðu að honum og sögðu meðal annars: „Nauðgari á ekki heiður skilinn“  og „ef nauðgun er listform veitið Polanski Óskarinn.“ Á líkama einnar var ritað: „Ákaflega mikilvægur kynferðisafbrotamaður“. 

Mótmælin áttu sér stað við hið fornfræga franska kvikmyndsafn. Franskir femínistar biðluðu til stjórnenda að blása viðburðinn af fyrir nokkru.

Mótmælin voru kröftug.
Mótmælin voru kröftug. AFP
Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski.
Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert