Boko Haram myrtu 20 manns

Frá sjálfsmorðsárás Boko Haram fyrr í þessum mánuði.
Frá sjálfsmorðsárás Boko Haram fyrr í þessum mánuði. AFP

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu að minnsta kosti 20 manns í árásum í Kamerún og Nígeríu í dag. 11 manns var „slátrað“ í þorpinu Gouderi í norðurhluta Kamerún, að sögn varnarliða. 

„Boko Haram var að hefna sín,“ sagði varnarliðinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Þeir lögðu til atlögu eftir að nokkrir liðsmenn þeirra voru handteknir fyrir nokkru, sagði hann jafnframt. 

Ein sjálfsmorðsárás var gerð á mosku í borginni Maiduguri í Nígeríu. Í henni létust fimm og fjölmargir særðust. 

Fjórir til viðbótar voru myrtir þegar vélhjól var sprengt í loft upp í námu nálægt borginni Banki í Nígeríu. Á meðal látinna var móðir og tvö börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka