Boko Haram myrtu 20 manns

Frá sjálfsmorðsárás Boko Haram fyrr í þessum mánuði.
Frá sjálfsmorðsárás Boko Haram fyrr í þessum mánuði. AFP

Hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram myrtu að minnsta kosti 20 manns í árás­um í Kam­erún og Níg­er­íu í dag. 11 manns var „slátrað“ í þorp­inu Gou­deri í norður­hluta Kam­erún, að sögn varn­ar­liða. 

„Boko Haram var að hefna sín,“ sagði varn­ar­liðinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Þeir lögðu til at­lögu eft­ir að nokkr­ir liðsmenn þeirra voru hand­tekn­ir fyr­ir nokkru, sagði hann jafn­framt. 

Ein sjálfs­morðsárás var gerð á mosku í borg­inni Maidug­uri í Níg­er­íu. Í henni lét­ust fimm og fjöl­marg­ir særðust. 

Fjór­ir til viðbót­ar voru myrt­ir þegar vél­hjól var sprengt í loft upp í námu ná­lægt borg­inni Banki í Níg­er­íu. Á meðal lát­inna var móðir og tvö börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert