Par ákært fyrir að aðstoða hryðjuverkamann

Lögreglan að rannsaka Thalys-hraðlestina árið 2015.
Lögreglan að rannsaka Thalys-hraðlestina árið 2015. AFP

Par hefur verið ákært fyrir að aðstoða vígamann hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis íslams sem skaut og særði al­var­lega farþega um borð í Thalys-hraðlest­inni sem ferðaðist milli Belg­íu og Par­ís­ar árið 2015. Vígamaðurinn var yf­ir­bugaður um borð í lestinni áður en hann náði að særa fleiri. 

Parið er grunað um að aðstoða árásarmanninn Ayoub El Khazzani frá Marokkó. Parið hefur verið ákært fyrir að taka þátt í störfum hryðjuverkasamtakanna. Þetta segir ríkissaksóknari í Belgíu í yfirlýsingu.  

Í gær voru fjór­ir færðir til yf­ir­heyrslu vegna máls­ins í kjöl­far hús­leita sem gerðar voru á sex stöðum í Belgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert