Segir dóminn „fáránlega vægan“

Oscar Pistorius í dómsal.
Oscar Pistorius í dómsal. AFP

Saksóknari í Suður-Afríku ætla að áfrýja dómi sem ólympíumeistarinn Oscar Pistorius fékk fyrir að myrða kærustu sína, Reeva Steenkamp. Pistorious var dæmdur í sex ára fangelsi í fyrra.

Saksóknari sagði áfrýjunardómstól að sex ára dómurinn væri „fáránlega vægur“ og að Pistorius ætti að vera dæmdur til 15 ára fangelsisvistar.

Þessu hafnar verjandi hlauparans sem segir sex ára fangelsi ásættanlega niðurstöðu.

Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius.
Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius. AFP

Pistorius skaut Steenkamp til bana á Valentínusardag árið 2013. Hann skaut Steenkamp fjór­um sinn­um í gegn­um baðher­berg­is­dyrn­ar á heim­ili sínu en Pistorius hef­ur alla tíð haldið því fram að hann hafi talið inn­brotsþjóf vera á bak við hurðina sem hann skaut á.

Dómari á lægra dómstigi dæmdi Pistorious í sex ára fangelsi en venjulega eru menn dæmdir í að minnsta kosti 15 ára fangelsi fyrir morð. Frá því var vikið á þeim rökum að Pistorius hefði þegar afplánað dóm og vegna fötl­un­ar hans. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka