Að minnsta kosti 20 látnir í Texas

Lögreglan lokar vegi í Sutherland Springs vegna fjöldamorðsins.
Lögreglan lokar vegi í Sutherland Springs vegna fjöldamorðsins. AFP

Að minnsta kosti tuttugu manns eru látnir eftir skotárás í kirkju í Texas. Fréttastofa ABC hefur eftir lögreglunni að tuttugu hafi látist og þrjátíu særst í árásinni. Aðrir fréttamiðlar hafa það eftir sínum heimildum að 27 hafi látist. 

Skotárásin var gerð í kirkju baptista í Sutherland Springs, litlu samfélagi um 50 kílómetrum suðaustur af borginni San Antonio í Texas.

Byssumaðurinn lést eftir að hafa verið eltur af lögreglu í stutta stund. Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi skotið hann eða hvort hann hafi framið sjálfsvíg.

Árás­armaður­inn er sagður hafa gengið inn í kirkj­una á meðan á morg­un­messu stóð klukkan 11.30 að staðartíma og hafið skot­hríðina en um fimm­tíu manns sækja mess­una að jafnaði.

Tveggja ára barn er á meðal þeirra sem særðust. 

Rétt rúm­ur mánuður er liðinn síðan 58 manns voru skot­in til bana í Las Vegas. Rúm tvö ár eru liðin síðan hvít­ur þjóðern­is­sinni, Dyl­ann Roof, gekk inn í kirkju sem nán­ast ein­göngu svart­ir sækja í Char­lest­on í Suður-Karólínu og skaut níu manns til bana.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert