Að minnsta kosti tuttugu manns eru látnir eftir skotárás í kirkju í Texas. Fréttastofa ABC hefur eftir lögreglunni að tuttugu hafi látist og þrjátíu særst í árásinni. Aðrir fréttamiðlar hafa það eftir sínum heimildum að 27 hafi látist.
Skotárásin var gerð í kirkju baptista í Sutherland Springs, litlu samfélagi um 50 kílómetrum suðaustur af borginni San Antonio í Texas.
Byssumaðurinn lést eftir að hafa verið eltur af lögreglu í stutta stund. Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi skotið hann eða hvort hann hafi framið sjálfsvíg.
Árásarmaðurinn er sagður hafa gengið inn í kirkjuna á meðan á morgunmessu stóð klukkan 11.30 að staðartíma og hafið skothríðina en um fimmtíu manns sækja messuna að jafnaði.
Tveggja ára barn er á meðal þeirra sem særðust.
Rétt rúmur mánuður er liðinn síðan 58 manns voru skotin til bana í Las Vegas. Rúm tvö ár eru liðin síðan hvítur þjóðernissinni, Dylann Roof, gekk inn í kirkju sem nánast eingöngu svartir sækja í Charleston í Suður-Karólínu og skaut níu manns til bana.
More than 20 people were killed after a gunman walked into a church in a rural town 30 miles east of San Antonio https://t.co/eL5QUzCWv6
— The New York Times (@nytimes) November 5, 2017
Sutherland Springs business owner on church shooting: "It's just awful...there were emergency responders everywhere" https://t.co/TYcC5jCX9m
— CNN (@CNN) November 5, 2017
At least 27 dead in Texas church shooting, @BBCBarbaraPlett provides updates on events in Sutherland Springs https://t.co/bQ52Gn8sSw pic.twitter.com/G5uXhJu54E
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) November 5, 2017