Talið er að allt að fimmtán manneskjur séu særðar eftir skotárás í Sutherland Springs, skammt frá borginni San Antonio í Texas.
Óstaðfestar fregnir herma að byssumaðurinn hafi verið skotinn til bana.
Maðurinn er sagður hafa gengið inn í kirkju babtista og hafið skothríð klukkan 11.30 að staðartíma.
Tveggja ára barn var á meðal þeirra sem særðust.
Vitni segja að hátt í 20 skotum hafi verið hleypt af í kirkjunni.
Uppfært kl. 19.48:
Talið er margir hafi látist í árásinni.
Árásarmaðurinn er sagður hafa gengið inn í kirkjuna á meðan á morgunmessu stóð og hafið skothríðina en um fimmtíu manns sækja messuna að jafnaði.
Rétt rúmur mánuður er liðinn síðan 58 manns voru skotin til bana í Las Vegas. Rúm tvö ár eru liðin síðan hvítur þjóðernissinni, Dylann Roof, gekk inn í kirkju sem nánast eingöngu svartir sækja í Charleston í Suður-Karólínu og skaut níu manns til bana.
„Við biðjum fyrir þeim sem lentu í þessu illskuverki,” sagði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas á Twitter. „Við þökkum lögreglunni fyrir skjót viðbrögð.”
Our prayers are with all who were harmed by this evil act. Our thanks to law enforcement for their response. More details from DPS soon. https://t.co/KMCRmOPkiM
— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) November 5, 2017
JUST IN: Witness says as many as 20 shots fired at a church in Sutherland Springs, Texas https://t.co/ZC919cZoUC
— CNN (@CNN) November 5, 2017