Trump: „Guð veri með fólkinu“

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við fjöldamorðinu í kirkjunni Texas með twitterskilaboðum.

„Guð veri með fólkinu í Sutherland Spring,“ tísti Trump. „FBI [bandaríska alríkislögreglan] og lögreglan eru á staðnum. Ég fylgist með gangi mála frá Japan.“

Trump er staddur á ellefu daga opinberu ferðalagi um Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert