„Svarta ekkj­an“ dæmd til dauða

Chisako Kakehi eða „svarta ekkj­an“ eins og hún er þekkt …
Chisako Kakehi eða „svarta ekkj­an“ eins og hún er þekkt í japönskum fjölmiðlum. AFP

Sjö­tug japönsk kona, „svarta ekkj­an“ svo­nefnda, hefur verið dæmd til dauða fyrir að myrða þrjá menn og tilraun til að myrða annan til. Eitt af fórnarlömbum hennar var maðurinn hennar. Konan Chisako Kakehi notaði blá­sýru til verksins. BBC greinir frá. 

Hún græddi á tá og fingri á morðunum en hún fékk greiddar himinháar bætur vegna dauða þeirra úr tryggingum. Hún hafði einkum ríka eldri menn sem voru orðnir heilsuveilir í sigtinu. 

Lögfræðingur hennar mun áfrýja málinu. Svarta ekkjan vísar til köngulóarinnar sem drepur  karldýrið eftir kynmök þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka