Óhætt fyrir Afgana en ekki Norðmenn

Afganistan er öruggt svæði fyrir þessa afgönsku stúlku en ekki …
Afganistan er öruggt svæði fyrir þessa afgönsku stúlku en ekki norska ríkisborgara. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra og ráðherra inn­flytj­enda­mála eru báðir and­snún­ir því að hlé verði gert á brott­vís­un af­ganskra hæl­is­leit­enda í Nor­egi. Ine Erik­sen Sørei­de ut­an­rík­is­ráðherra var­ar hins veg­ar Norðmenn við ferðalög­um til Af­gan­ist­an.

Hún og ráðherra inn­flytj­enda­mála, Sylvi List­haug, hafa báðar tjáð sig um málið á norska stórþing­inu en hluti stjórn­ar­and­stöðunn­ar hef­ur lagt til að norsk yf­ir­völd geri hlé á end­ur­send­ing­um hæl­is­leit­enda til Af­gan­ist­an.

Hreinsað til eftir sjálfsvígsárás í mosku í Kabúl í síðasta …
Hreinsað til eft­ir sjálfs­vígs­árás í mosku í Kabúl í síðasta mánuði. AFP

Sørei­de, sem hef­ur ráðlagt Norðmönn­um að ferðast ekki til Af­gan­ist­an, seg­ir að það sé allt annað mál þegar flótta­menn frá Af­gan­ist­an, sem hafa fengið synj­un um alþjóðlega vernd í Nor­egi, eru send­ir aft­ur til Af­gan­ist­an.

Stjórn­ar­andstaðan í Nor­egi boðaði Sørei­de og List­haug til sér­stakr­ar umræðu um brott­vís­an­ir í norska stórþing­inu, sam­kvæmt frétt VG.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið mæl­ir gegn ferðalög­um til Af­gan­ist­an en Útlend­inga­stofn­un (Ut­lend­ings­direk­toratet, UDI) skil­grein­ir Af­gan­ist­an sem óör­uggt land.

Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi.
Sylvi List­haug, ráðherra inn­flytj­enda­mála í Nor­egi. Wikipedia/​Kjetil Ree

„Við meg­um ekki gleyma þeirri staðreynd að í mörg­um lönd­um geta norsk­ir ferðamenn staðið frammi fyr­ir hót­un­um sem íbú­ar viðkom­andi lands gera ekki,“ sagði Sørei­de á þingi. Þar vísaði hún til hætt­unn­ar á að norsk­um rík­is­borg­ur­um yrði rænt af mann­ræn­ingj­um.

List­haug seg­ist al­farið á móti því að gert verði hlé á end­ur­send­ing­um til Af­gan­ist­an líkt og til­laga stjórn­ar­and­stöðunn­ar fel­ur í sér.

„Það er mik­il­vægt að ákvörðunin sé skil­in á rétt­an hátt og ég mæli al­farið gegn því að þingið styðji til­lögu um að gera hlé á end­ur­send­ing­um til Af­gan­ist­an. Það gæti haft ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar í för með sér,“ sagði List­haug á þingi í gær.

Hún seg­ir að ef breytt verði um stefnu geti það haft þær af­leiðing­ar að hæl­is­leit­end­ur myndu streyma frá Af­gan­ist­an til Nor­egs, sam­kvæmt frétt norska rík­is­út­varps­ins.

„Það eru fá svæði í Af­gan­ist­an sem eru álit­in svo hættu­leg að all­ir þeir sem þaðan koma þurfi á vernd að halda,“ seg­ir List­haug.

Ine Eriksen Søreide var áður varnarmálaráðherra en tók við embætti …
Ine Erik­sen Sørei­de var áður varn­ar­málaráðherra en tók við embætti ut­an­rík­is­ráðherra í ár, fyrst kvenna til að gegna því embætti í Nor­egi. Wikipedia/​Hans A. Ros­bach

Hún seg­ir að hvert ein­stak til­vik sé skoðað og þeir Af­gan­ar sem eigi rétt á hæli fái það. 

Alls verða 130 um­sækj­end­ur um hæli í Nor­egi og hafa fengið synj­un 18 ára á þessu miss­eri. Af þeim eru 128 frá Af­gan­ist­an.

Hluti norsku stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hef­ur lagt til að hlé verði gert á end­ur­send­ing­um til Af­gan­ist­an þangað til ástandið í land­inu skán­ar. Vænt­an­lega verða greidd at­kvæði um til­lög­una í næstu viku. 

Sørei­de leyn­ir því hins veg­ar ekki að veru­lega hafi dregið úr ör­yggi í Af­gan­ist­an und­an­far­in ár.

„Vopnuð átök milli stjórn­valda í Af­gan­ist­an og upp­reisn­ar­hópa standa enn yfir. Bar­dag­ar geisa í mörg­um af 34 héruðum Af­gan­ist­an og við höf­um ít­rekað sé hryðju­verk fram­in í bæði bæj­um og borg­um. Mjög marg­ir hafa lát­ist, bæði al­menn­ir borg­ar­ar og þeir sem taka þátt í bar­dög­um,“ sagði ráðherr­ann á þingi.

Frétt VG

Frétt NRK

Konur að selja vörur á markaði í Helmed-héraði.
Kon­ur að selja vör­ur á markaði í Hel­med-héraði. AFP
Afganskur hermaður.
Af­gansk­ur hermaður. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert