Robert Mugabe í stofufangelsi

Robert Mugabe í apríl í fyrra.
Robert Mugabe í apríl í fyrra. AFP

Robert Mugabe, forseti Simbabve, er í stofufangelsi í heimalandi sínu. Þetta sagði Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, í yfirlýsingu eftir að her Simbabve virtist hafa tekið yfir stjórn landsins.

„Zuma forseti talaði við Robert Mugabe fyrr í dag og hann sagði að hann væri í haldi á heimili sínu en að honum líði vel,” sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku.

Skriðdreki á ferð um götur Harare, höfuðborgar Simbabve, í morgun.
Skriðdreki á ferð um götur Harare, höfuðborgar Simbabve, í morgun. AFP

Suður-Afríka hefur ákveðið að senda erindreka til Simbabve vegna ástandsins þar í landi. Þeir munu hitta Mugabe og fulltrúa hersins í landinu.

Herforingjar segja að ekki sé um valdarán að ræða heldur beinist aðgerðirnar gegn glæpamönnum. 

Vegatálmar hafa verið settir upp fyrir utan þinghúsið í Simbabve. 

Hermenn frá Simbabve fylgjast með umferðinni í Harare í morgun.
Hermenn frá Simbabve fylgjast með umferðinni í Harare í morgun. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert