Bréfin frá áhöfn Kursk rifjuð upp

Rússneski kafbáturinn Kursk sökk eftir tvær sprengingar um borð. Þá …
Rússneski kafbáturinn Kursk sökk eftir tvær sprengingar um borð. Þá var hann staddur í Barentshafi. Björgunartilraunir tóku yfir viku og báru ekki árangur. Af Wikipedia

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Argentínumönnum fram hjálp sína í leitinni að kafbátnum San Juan sem hvarf fyrir níu dögum. Talið er líklegt að sprenging hafi orðið um borð.

Rússnesk skip munu taka þátt í leitinni. Nú þykir sífellt ólíklegra að áhöfnin sé enn á lífi. Ekki aðeins í ljósi þess að sprenging hafi mögulega orðið um borð heldur einnig vegna þess að súrefni er talið á þrotum.

Leitin að San Juan hefur vakið erfiðar minningar meðal Rússa. Árið 2000, aðeins fáum mánuðum eftir að Pútín tók við forsetaembætti í fyrsta sinn, sökk rússneskur kjarnorkukafbátur í Barentshafi með 118 manns um borð. Umfangsmiklar björgunartilraunir voru reyndar en þær reyndust árangurslausar.

Margt er líkt með slysunum tveimur. Rússneski kafbáturinn Kursk sökk í kjölfar sprengingar, upphófst leit í kappi við tímann til að reyna að bjarga áhöfninni og falskar vonir voru vaktar á meðan í brjósti ástvina. 

Kafbátaslysið árið 2000 var það mesta í sögu rússneska sjóhersins og vandræðalegt fyrir hinn nýja forseta, fyrrverandi leyniþjónustumanninn Vladimír Pútín. 

Kursk var nútímalegur kafbátur. Eldur kviknaði um borð og olli hann sprengingu með þeim afleiðingum að hann sökk til botns í ágúst árið 2000. Áhöfnin var við æfingar í Barentshafi er slysið varð.

Pútín forseti var í fríi í Sochi við Svartahaf er fregnir bárust af slysinu. Hann sagði ekkert opinberlega í tæpa viku og snéri ekki aftur til starfa fyrr en fimm dögum eftir að slysið varð. Síðan liðu fjórir dagar til viðbótar þar til  hann fór til Murmansk til að fylgjast með björgunaraðgerðum. 

Þeir sem lifðu sprenginguna um borð í Kursk af skrifuðu …
Þeir sem lifðu sprenginguna um borð í Kursk af skrifuðu bréf til ástvina sinna.

Ofan á allt saman þá neituðu rússnesk stjórnvöld allri hjálp sem önnur ríki buðu þeim við björgunaraðgerðirnar. Pútín var seinna gagnrýndur fyrir þennan dómgreindarbrest og ekki síst fyrir að afvegaleiða almenning með hæpnum upplýsingum um stöðu björgunaraðgerðanna.

Flestir úr áhöfn Kursk létust í sprengingunni en hluti hennar lifði í nokkra daga með því að koma sér í skjól í öðrum enda bátsins. Þeir sem lifðu héldu dagbækur þar sem þeir skrifuðu ástvinum sínum. Þeir köfnuðu svo er súrefni í bátnum þraut.

 „Mín kæra Natasha og sonur minn Sasha!!! Ef þið fáið þetta bréf þá þýðir það að ég sé farin. Ég elska ykkur bæði mjög mikið,“ skrifaði skipverjinn Andrei Borisov til eiginkonu sinnar. „Natasha, fyrirgefðu mér. Sashulya, vertu karlmaður. Ég sendi ykkur kossa.“ Hhinn 22. ágúst 2000 hélt Pútín forseti fund með ættingjum áhafnarinnar í hafnarborginni Vidyaevo. Sumir þeirra létu Pútín heyra það og var honum augljóslega brugðið. Pútín skellti skuldinni á forvera sína í starfi og sagði þá hafa rifið niður þann mikla her sem einu sinni var til staðar í Rússlandi.

Vladimír Pútín tekur í hönd ættingja eins úr áhöfn Kursk. …
Vladimír Pútín tekur í hönd ættingja eins úr áhöfn Kursk. Irina Lyachin, eiginkona skipstjóra kafbátsins, fyrir miðri mynd. Ljósmynd/Reuters

„Ég hafði ekki hugmynd um að ástandið væri svona,“ sagði Pútín við reiða ættingjana. „Ef ég gæti myndi ég fara niður þarna sjálfur,“ bætti hann við og átti við köfun að bátnum.

Fréttamaðurinn Andrei Kolesnikov var viðstaddur fundinn sem annars fór fram fyrir luktum dyrum. Hann hélt að ættingjarnir myndu ráðast á forsetann í reiði sinni.

„Andrúmsloftið þarna var mjög þungt, svo mikið hatur, svo mikil örvænting og svo mikill sársauki. Ég hef aldrei upplifað annað eins allt mitt líf,“ sagði hann í heimildarmynd sem sýnd var árið 2015. Kolesnikov var starfsmaður ríkissjónvarpsins sem þá var undir stjórn óligarka (fámenns hóps valdamanna í landinu). Er sjónvarpsstöðin tók viðtöl við eiginkonur áhafnarinnar á Kursk þá er sagt að Pútín hafi orðið ofsareiður og kvartað við einn fréttamanninn um að „hórur“ hefðu verið ráðnar til að niðurlægja sig.

Það voru að lokum norskir kafarar sem náðu á aðeins fáum klukkustundum að opna hlera Kursk og komast um borð. En þá var það of seint. Allir sem voru um borð höfðu látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert