Stærðu sig af hópnauðgun á myndbandi

„Nóg komið!“ stendur á spjöldum mótmælenda fyrir utan dómshúsið í …
„Nóg komið!“ stendur á spjöldum mótmælenda fyrir utan dómshúsið í Pamplona. AFP

„Ég trúi þér“ skrif­ar fjöldi Spán­verja nú á sam­fé­lags­miðla til stuðnings fórn­ar­lambi hópnauðgun­ar sem átti sér stað í borg­inni Pamplona þegar nauta­hlaupið víðfræga fór þar fram í fyrra. Málið hef­ur vakið mik­inn óhug í land­inu og kem­ur upp á þeim tíma þegar flóðalda ásak­ana um kyn­ferðis­lega áreitni og of­beldi skek­ur heims­byggðina.

Réttað er nú yfir fimm mönn­um vegna nauðgun­ar­inn­ar. Þeir eru á aldr­in­um 27-29 ára. Þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað átján ára konu í and­dyri fjöl­býl­is­húss í Pamplona hinn 7. júlí á síðasta ári á fyrsta degi San Ferm­in-hátíðar­inn­ar sem dreg­ur þúsund­ir ferðamanna til borg­ar­inn­ar ár hvert.

Menn­irn­ir eru frá borg­inni Seville á Spáni. Þeir tóku nauðgun­ina upp á mynd­band og eru sagðir hafa stært sig af at­hæf­inu á spjall­for­rit­inu What­sApp. Þar kölluðu þeir sig La Man­ada, eða Hóp­inn.

Játuðu að hafa stolið síma

Sak­sókn­ar­ar fara fram á að menn­irn­ir fimm verði dæmd­ir í 22 ára fang­elsi. Þeir segja hins veg­ar að stúlk­an hafi samþykkt sam­ræðið en hafa játað að hafa stolið sím­an­um henn­ar.

Dóm­ar­inn hef­ur leyft að fyr­ir dóm­inn verði lagðar upp­lýs­ing­ar um einka­líf fórn­ar­lambs­ins sem einka­spæj­ar­ar söfnuðu. Meðal gagn­anna eru upp­lýs­ing­ar um að stúlk­an hafi farið í veislu fáum dög­um eft­ir nauðgun­ina. Þessi ákvörðun dóm­ar­ans hef­ur vakið mikla reiði meðal al­menn­ings. 

Fjöldi kynferðisbrota sem upp hefur komið á San Fermin hátíðinni …
Fjöldi kyn­ferðis­brota sem upp hef­ur komið á San Ferm­in hátíðinni í Pamplona hef­ur auk­ist mikið síðustu ár. AFP

Setn­ing­in „ég trúi þér“ er nú skrifuð í gríð og erg á sam­fé­lags­miðla á Spáni sem og á göt­um úti. Þá halda mót­mæl­end­ur, sem safn­ast hafa sam­an víðs veg­ar um landið á skilt­um þar sem þetta er skrifað.

 Spænski rit­höf­und­ur­inn Almu­dena Grand­es sagði í út­varps­viðtali að verið væri að reyna að koma inn efa hjá fólki um siðferði fórn­ar­lambs­ins því að hún hefði „dirfst að fara út og fá sér drykk með vin­um sín­um eft­ir að hafa verið nauðgað í stað þess að vera heima hjá sér með dregið fyr­ir“.

Car­los Bacaicoa, lögmaður stúlk­unn­ar seg­ir hana hafa rétt til þess að reyna að byggja upp líf sitt að nýju og láta eins og ekk­ert hafi í skorist ef henni sýn­ist svo.

Mót­mælt um allt land

Hundruð mót­mæl­enda söfnuðust sam­an fyr­ir utan dóms­húsið í Pamplona er rétt­ar­höld­in hóf­ust. 

Laura Nuno Gomez, lögmaður sem rek­ur rann­sókn­ar­miðstöð um jafn­rétti kynj­anna í Madrid við Juan Car­los-há­skól­ann seg­ir að málið valdi svo mik­ill úlfúð því á Spáni sé upp­söfnuð reiði vegna bak­slags í rétt­ind­um kvenna í land­inu að und­an­förnu.

Gomez tek­ur sem dæmi mál konu frá Andal­ús­íu sem var dæmd til að senda börn­in sín tvö til föður þeirra á Ítal­íu en hún hafði ít­rekað sakað mann­inn um of­beldi.

Kon­ur sem verða fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi á Spáni mæta reglu­lega for­dóm­um yf­ir­valda sem ef­ast um vitn­is­b­urði þeirra, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Am­nesty In­ternati­onal.

 „Það er mjög erfitt að vera fórn­ar­lamb nauðgun­ar og þurfa að ganga í gegn­um allt sem því fylg­ir þó að ekki bæt­ist við dóm­ur alls sam­fé­lags­ins,“ seg­ir fé­lags­fræðing­ur­inn Maria Sil­vestre í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. 

Hópnauðgun­in í Pamplona hef­ur orðið til þess að fleiri kon­ur hafa stigið fram og sagt frá nauðgun­um sem þær hafa orðið fyr­ir. Í grein sem birt var í dag­blaðinu El Di­ario sagði t.d. blaðamaður­inn Ruth Toledano frá nauðgun sem hún varð fyr­ir fyr­ir 20 árum. „Ég segi frá minni per­sónu­legu reynslu til að sýna að eng­inn get­ur stjórnað því hvernig frjáls kona á að haga sér eða lífa sínu lífi, hvorki fyr­ir né eft­ir nauðgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert