Reiðir yfir „réttlæti feðraveldisins“

Hópur mótmælenda fyrir utan ráðhúsið í Pamplona.
Hópur mótmælenda fyrir utan ráðhúsið í Pamplona. "Það er komið nóg" stendur á spjöldunum, en fólkið vill mótmæla kynferðislegri misnotkun og nauðgunum sem tengst hafa nautahátíðinni í Pamplona. AFP

Femínistar og sérfræðingar í málefnum dómstóla á Spáni hafa lýst yfir hneykslan og reiði í máli sem þeir lýsa sem „réttlæti feðraveldisins“.  Réttarhöldin eru yfir fimm mönnum sem sakaðir eru um hópnauðgun á 18 ára stúlku á nautahátíðinni í Pamplóna í fyrra að því er BBC greinir frá.

Dómarinn í málinu hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að heimila að karakter og einkalíf fórnarlambsins séu tekin til umfjöllunar fyrir dómstólnum, en synja því á sama tíma að textaskilaboð mannanna þar sem þeir ræða, að því er virðist, áætlun um að nauðga konum.

Mennirnir tilheyrði hópi á WhatsApp sem kallast „La manada“ eða Úlfahópurinn, en þar rákust lögreglumennirnir sem rannsökuðu málið á myndband af atviki sem sýnir menn misþyrma konu sem virðist vera meðvitundarlaus.

Í samræðum sínum á leiðinni frá Sevilla til Pamplona ræddu mennirnir enn fremur nauðsyn þess að verða sér út um nauðgunarlyf og reipi. Af því að þegar að þeir komi þangað „vilji þeir nauðga öllu sem þeir leggi augu á“. 

Skýrsla frá einkaspæjari, sem einn hinna ákærðu fékk til að njósna um fórnarlambið eftir nauðgunina, var lögð fram í réttinum um virkni hennar á samfélagsmiðlum og sumarleyfi með vinum. Tveimur vikum inn í réttarhöldin var hins vegar ákveðið að draga þau gögn til baka. 

BBC segir vörn mannanna byggja á því að konan hafi samþykkt að stunda hópkynlíf með mönnunum fimm, sem allir eru á þrítugsaldri. Einn þeirra er lögreglumaður og er hann sakaður um að hafa stolið síma hennar strax eftir atvikið.

Verði mennirnir fundir sekir þá eiga þeir yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert