Sektaðir fyrir rassamynd

Joseph Dasilva og Travis Dasilva ferðast um heiminn og birta …
Joseph Dasilva og Travis Dasilva ferðast um heiminn og birta myndir af rössum sínum á Instagram. Skjáskot/Instagram

Yfirvöld í Taílandi hafa sektað tvo bandaríska hermenn fyrir ósæmilega hegðun. Mennirnir tóku myndir af rössum sínum fyrir framan frægt Búddahof í landinu, að sögn lögreglunnar.

Mennirnir eru 36 og 38 ára gamlir. Þeir voru handteknir á flugvellinum í Bangkok. Þeir voru hvor um sig sektaðir um 154 dollara. 

„Bandaríkjamennirnir tveir hafa játað að hafa tekið myndina,“ segir lögreglustjórinn Jaruphat Thongkomol í samtali við Reuters-fréttastofuna. 

Mennirnir voru með Instagram-síðu sem þeir kölluðu Traveling butts, eða rassar á ferðalagi. Þar birtu þeir ítrekað „sjálfur“ af rössum sínum. Síðunni var reyndar eytt en þeir félagar eru ekki af baki dottnir og hafa stofnað nýja. 

Á henni má sjá hina umdeildu mynd en nú er búið að „blörra“ rassana.

#travelingbutts at temple (decent version) #controversialart #controversialartist

A post shared by Traveling Butts (@travelling_butts) on Nov 28, 2017 at 11:45pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka