Tillerson sagður á útleið

Samsett mynd af Rex Tillerson (til vinstri) og Mike Pompeo.
Samsett mynd af Rex Tillerson (til vinstri) og Mike Pompeo. AFP

Bandarísk stjórnvöld eru í viðræðum um að reka Rex Tillerson, utanríkisráðherra landsins, úr embætti og ráða í staðinn Mike Pompeu, yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.

Tillerson og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa verið á öndverðum meiði undanfarið varðandi stefnu stjórnvalda í utanríkismálum.

Tillerson er meira að segja sagður hafa lýst Trump sem „hálfvita” í einrúmi.

Á meðal mála sem þeir hafa deilt um eru viðbrögð við eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlun Írans, að því er BBC greindi frá. 

Tveir starfsmenn Hvíta hússins sögðu í viðtali við AP-fréttastofuna að verið væri að ræða áætlun um að ráða Pompeu í staðinn fyrir Tillerson.

Heimildamenn úr ríkisstjórninni ræddu þetta einnig við New York Times og Vanity Fair.

Breytingarnar gætu orðið í desember eða janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert