Þrír ákærðir fyrir morðið á Galizia

Daphne Caruana Galizia var myrt í bíl­sprengju­árás 16. októ­ber.
Daphne Caruana Galizia var myrt í bíl­sprengju­árás 16. októ­ber. AFP

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morðið á maltneska rannsóknarblaðamanninum og bloggaranum Daphne Caruana Galizia. BBC greinir frá. 

Yf­ir­völd á Möltu hand­tóku í gær tíu manns vegna morðsins. Mennirnir þrír sem hafa verið ákærðir eru þeirra á meðal, allt Maltverjar. Hinum sjö hefur verið sleppt lausum. 

Frétt mbl.is: Átta handteknir vegna morðsins

Mennirnir, sem neita allir sök, eru einnig ákærðir fyrir að hafa í vörslu sinni vopn og efni til sprengjugerðar.

Galizia, sem var 53 ára þegar hún var myrt í bíl­sprengju­árás 16. októ­ber, hafði fjallað ít­rekað um spill­ingu í fjár­mála- og stjórn­mála­kerfi lands­ins í bloggskrif­um sín­um.

Galizia fjallað ít­rekað um spill­ingu í fjár­mála- og stjórn­mála­kerfi lands­ins …
Galizia fjallað ít­rekað um spill­ingu í fjár­mála- og stjórn­mála­kerfi lands­ins í bloggskrif­um sín­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert