Samsæri um að myrða May

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing Street númer 10.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing Street númer 10. AFP

Tveir menn verða leiddir fyrir dómara í Westminster í dag en þeir voru handteknir í síðustu viku sakaðir um að undirbúa samsæri um að myrða forsætisráðherra Bretlands, Theresu May.

Naa'imur Zakariyah Rahman, 20 ára frá Norður-London og Mohammed Aqib Imran, 21 árs frá Birmingham, hafa verið ákærðir fyrir brot á hryðjuverkalögum, samkvæmt frétt BBC. Heimildir BBC herma að þeir séu meðal annars sakaðir um að hafa ætlað að sprengja öryggishlið í Downing-stræti, embættisbústað forsætisráðherra, og ráðast síðan á May með hnífum. Mennirnir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga 28. nóvember.

Í gær greindi forstjóri bresku leyniþjónustunnar, MI5, Andrew Parker May og öðrum í ríkisstjórn Bretlands, frá því að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir sprengjutilræðið á  Manchester Arena. Komið hafi verið í veg fyrir níu hryðjuverkaárásir íslamista í Bretlandi frá því í mars á þessu ári.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert