Viðbúnaður í Jerúsalem

Stjórnvöld í Ísrael hafa bætt við hundruðum lögreglumanna á vakt í dag í kjölfar fregna um mótmæli Palestínumanna eftir föstudagsbænir í dag.

Ástæða boðaðra mótmæla er ákvörðun forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Talsmaður lögreglu, Micky Rosenfeld, segir að lögreglumennirnir verði á vakt í gamla borgarhlutanum. 

Rólegt er yfir gamla borgarhlutanum, en hann er umgirtur 12 metra háum og 4 km löngum turnamúr, sem Súliman soldán lagði síðustu hönd á árið 1542. Þar er Al-Aqsa moskan en hún er þriðji helgasti staðurinn í íslam og þar koma yfirleitt þúsundir saman og biðja á föstudögum.

Hamas-hreyfingin, sem er við völd á Gaza-ströndinni, hvetur til þess að dagurinn verði helgaður reiði og er fastlega gert ráð fyrir mótmælum meðal Palestínumanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert