Börn í hættu í Svíþjóð

AFP

Börn sem eru ein á flótta eiga á hættu að verða und­ir í sænsku sam­fé­lagi seg­ir í nýrri skýrslu sem unn­in var af umboðsmanni barna.

Fjallað er um skýrsl­una í sænska rík­is­út­varp­inu en þar kem­ur fram að börn og ung­menni sem láta sig hverfa úr þeim vist­ar­ver­um sem þeim er út­hlutað af yf­ir­völd­um eru mjög oft seld í vændi eða verða verk­færi skipu­lagðra glæpa­sam­taka.

Frá ár­inu 2014 hafa yfir 1.700 börn og ung­menni horfið í Svíþjóð. Af þeim hef­ur 41 fund­ist og í viðtöl­um við starfs­menn umboðsmanns barna kem­ur fram að mörg þeirra hafa orðið fyr­ir of­beldi, verið hótað og ráðist á þau á þeim heim­il­um þar sem þau bjuggu á veg­um Útlend­inga­stofn­un­ar.

Þessi börn segj­ast ekki eygja neina aðra leið færa. Þau geti ekki búið við þess­ar aðstæður þar sem þau verða jafn­vel fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu starfs­manna sem eiga að gæta þeirra, seg­ir Anna Kar­in Hild­ing­son Boqvist, sem starfar fyr­ir umboðsmann barna, í viðtali við þátt­inn Ekot.

Umboðsmaður barna seg­ir að Svíþjóð verði að leggja meira af mörk­um til að tryggja stöðu þess­ara barna og að börn­um verði komið fyr­ir á heim­il­um þar sem þau njóta ör­ygg­is, hæft starfs­fólk starfi og tryggt verði að barna sem hverfi verði leitað.

AFP

Fyrr á ár­inu lýsti umboðsmaður barna áhyggj­um sín­um af því hversu mörg flótta­börn fengju ekki aðstoð vegna and­legra vanda­mála og áfalla sem þau hefðu upp­lifað. Varað var við því að börn­in væru virk á vefj­um þar sem sjálfs­vígsaðferðir væru rædd­ar og þau litu þannig á að ef um­sókn þeirra væri hafnað væru þau hvort sem er dauð.

Árið 2015 sóttu 31 þúsund börn, sem eru ein á flótta, um hæli í Svíþjóð. Eft­ir að hert­ar regl­ur voru sett­ar um um­sókn­ir þeirra í nóv­em­ber sama ár fengu mörg þeirra synj­un. 13.400 hafa fengið já­kvætt svar en 11.500 hef­ur verið synjað um hæli. Ekki er búið að af­greiða all­ar um­sókn­irn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert