Aðmírállinn rekinn eftir hvarf kafbátsins

San Juan í höfn við Buenos Aires árið 2014. Um …
San Juan í höfn við Buenos Aires árið 2014. Um borð voru 44 skipverjar er kafbáturinn hvarf. AFP

Yfirmaður argentínska sjóhersins hefur verið rekinn úr starfi í kjölfar þess að kafbáturinn ARA San Juan hvarf með 44 manna áhöfn í hafinu úti fyrir strönd Argentínu í síðasta mánuði.

Ekkert hefur spurst til kafbátsins síðan og er áhöfnin talin af, en leitaraðgerðir hafa til þessa ekki skilað neinum árangri.

BBC segir varnarmálaráðherra Argentínu hafa rekið aðmírálinn Marcelo Srur í gærkvöldi.

Skip eru enn að leit á því svæði þar sem síðast var vitað um kafbátinn og hefur forseti landsins, Mauricio Macri, sett á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem á að rannsaka hvarfið en leitaraðgerðir sjóhersins hafa sætt gagnrýni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert