Bandaríkin beittu neitunarvaldi

Ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna kaus í dag um upp­kast að samþykkt …
Ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna kaus í dag um upp­kast að samþykkt þar sem synjað er þeirri ákvörðun Don­alds Trumps að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els. AFP

Banda­rík­in beittu neit­un­ar­valdi sínu í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna í dag þegar greidd voru at­kvæði um samþykkt þar sem ákvörðun Don­alds Trumps, Banda­ríkja­for­seta, um að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els er synjað. Í til­lög­unni seg­ir að yf­ir­lýs­ing Banda­ríkja­stjórn­ar hafi ekk­ert laga­legt gildi og að fella verði hana úr gildi.

Yf­ir­völd í Palestínu segja það óá­sætt­an­legt að Banda­rík­in hafi beitt neit­un­ar­valdi sínu. Talsmaður Mahmud Abbas, for­seta Palestínu, seg­ir að fram­koma Banda­ríkj­anna í ör­ygg­is­ráðinu sé „óá­sætt­an­leg og að hún ógni stöðug­leika í alþjóðasam­fé­lag­inu þar sem ákvörðunin sé van­v­irðing við vilja alþjóðasam­fé­lags­ins.“

14 af 15 ríkj­um SÞ sem eiga sæti í ör­ygg­is­ráðinu greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

Riyad H. Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur í …
Riyad H. Man­sour, sendi­herra Palestínu hjá Sam­einuðu þjóðunum, tek­ur í hönd­ina á Amr Aboulatta, sendi­herra Egypta­lands hjá SÞ, á fundi ör­ygg­is­ráðsins í dag. AFP

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anya­hu, þakkaði Nikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá SÞ, fyr­ir að beita neit­un­ar­vald­inu. Þakk­irn­ar færði hann í mynd­skeiði sem hann birt­ir á Twitter þar sem hann seg­ir meðal ann­ars: „Sann­leik­ur­inn sigr­ar lyg­ar. Takk fyr­ir, Trump for­seti. Takk fyr­ir, Nikki Haley.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka