Hvíta húsið komið í jólabúninginn

Mel­ania Trump, for­setafrú Banda­ríkj­anna, bregður ekki út af hefðinni og sér um og stjórn­ar jóla­haldi Hvíta húss­ins.

Hver for­setafrú set­ur sitt mark á skreyt­ing­ar hvers árs þar sem ekk­ert er sparað til. Í ár hef­ur for­setafrú­in auk sjálf­boðaliða og starfs­fólks húss­ins sett upp 53 jóla­tré, yfir 12 þúsund skreyt­ing­ar, tæp­an fimm og hálf­an kíló­metra af jólaserí­um, 71 jólakr­ans og fjöld­ann all­an af pip­ar­köku­hús­um.

Melania Trump stjórnaði jólaskreytingum í ár.
Mel­ania Trump stjórnaði jóla­skreyt­ing­um í ár. AFP


Sjálf­boðaliðar alls staðar að úr Banda­ríkj­un­um koma til að skreyta húsið. „Þetta er húsið okk­ar allra,“ sagði Mel­ania þegar hún þakkaði sjálf­boðaliðum og starfs­fólki við opn­un húss­ins eft­ir skreyt­ingu.

Frá 1. des­em­ber hvert ár til 1. janú­ar eru haldn­ir jólaviðburðir í hús­inu og það fal­lega skreytt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert