Réttarhöldum yfir Abdeslam frestað

Sven Mary lögmaður Salah Abdeslalm.
Sven Mary lögmaður Salah Abdeslalm. AFP

Rétt­ar­höld­um yfir Salah Abdeslam, sem er sá eini af árás­ar­mönn­um sem frömdu hryðju­verk í Par­ís í nóv­em­ber 2015, hef­ur verið frestað þangað til í fe­brú­ar en rétt­ar­höld­in áttu að hefjast í Brus­sel í vik­unni.

Um er að ræða skot­b­ar­daga sem leiddi til hand­töku Abdeslam í Belg­íu í kjöl­far árás­ar­inn­ar í Par­ís þar sem 130 manns lét­ust.

Rétt­ar­höld­un­um var frestað til 5. fe­brú­ar að beiðni lög­manns Abdeslam, Sven Mary, en hann er sakaður um til­raun til mann­dráps í skot­b­ar­dag­an­um við lög­reglu. Auk þess er hann ákærður fyr­ir ólög­leg­an vopna­b­urð ofl.

Abdeslam, sem er 28 ára fædd­ur í Brus­sel er ættaður frá Mar­okkó, hef­ur setið í fang­elsi skammt fyr­ir utan Par­ís frá því í apríl í fyrra. Fylgst er með hon­um með ör­ygg­is­mynda­vél­um all­an sól­ar­hring­inn en hann hef­ur neitað að veita aðstoð við frönsk yf­ir­völd varðandi hryðju­verkið í Par­ís. Þess vegna kom mjög á óvart þegar hann lýsti sig reiðubú­inn til þess að mæta við rétt­ar­höld­in í Brus­sel.

AFP
Salah Abdeslam
Salah Abdeslam AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert