15 teknir af lífi í Egyptalandi

Egypskir hermenn. Töluvert hefur verið um árásir uppsreisnarmanna á her, …
Egypskir hermenn. Töluvert hefur verið um árásir uppsreisnarmanna á her, lögreglu og dómara á Sínaískaga. AFP

Yf­ir­völd í Egyptalandi tóku í dag af lífi 15 menn sem voru fundn­ir sek­ir um að hafa staðið fyr­ir árás­um að ör­ygg­is­sveit­ir á Sín­aískaga árið 2013. Af­tök­urn­ar fóru fram í tveim­ur fang­els­um í norður­hluta lands­ins.

Af­tök­urn­ar fóru fram með heng­ingu, en menn­irn­ir voru dæmd­ir sek­ir um að hafa drepið her­menn, hafa staðið fyr­ir af­tök­um og fyr­ir að eyðileggja her­bíla.

Seg­ir BBC þetta fyrstu fjölda­af­tök­una í Egyptalandi frá því sex íslamsk­ir upp­reisn­ar­menn voru tekn­ir af lífi í land­inu árið 2015.

Tölu­vert hef­ur verið um upp­reisn­ar­sveit­ir á Sín­aískaga und­an­far­in ár og hafa hóp­ar víga­manna með tengsl við Ríki íslams staðið fyr­ir árás­um þar á her, lög­reglu og dóm­ara.

Í síðustu viku sprengdu sveit­ir víga­manna upp þyrlu sem var staðsett á flug­velli á norður­hluta Sín­aískaga og kostaði árás­in einn her­mann lífið og tveir til viðbót­ar særðust.

Þá stóðu víga­menn, sem tald­ir eru tengj­ast Ríki íslams, fyr­ir sprengju­árás á mosku á norður­hluta Sín­aískaga  í nóv­em­ber, sem kostaði 250 manns lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka