Sex látnir í sjálfsmorðsárás í Nígeríu

Sjálfmorðsárásir eru tíðar í borginni Maiduguri í Nígeríu. Þessi mynd …
Sjálfmorðsárásir eru tíðar í borginni Maiduguri í Nígeríu. Þessi mynd er frá árás sem gerð var í október. AFP

Sex lét­ust og að minnsta kosti 13 særðust al­var­lega í sjálfs­morðsárás á markaði í norður­hluta Níg­er­íu í dag. Hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram eru sökuð um árás­ina.

Árás­armaður­inn, sem þótt­ist vera korn­sölumaður, sprengdi sig í loft upp á fjöl­sótt­um markaði í Amarwa-þorp­inu, sem er um 20 kíló­metra frá borg­inni Maidug­uri.

Boko Haram höfðu skipu­lagt svipaða árás á jóla­dag, en fram­kvæmd henn­ar mistókst.

Þeir sem særðust í árás­inni voru flutt­ir á spít­ala í Maidug­uri en hinir látnu hafa verið born­ir til graf­ar í þorp­inu.

Amarwa-þorpið hef­ur ótal oft verið skot­mark Boko Haram á þeim átta árum sem átök hafa staðið yfir á svæðinu. Talið er að í heild­ina hafi 20 þúsund manns látið lífið og um 2,6 millj­ón­ir þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna árása af hálfu hryðju­verka­sam­tak­anna.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert