Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið í Danmörku og Noregi og í Danmörku hafa umsóknirnar ekki verið jafn fáar í tíu ár. Í Noregi þarf að leita enn aftar eða til ársins 1995.
Alls sóttu 3.500 manns um hæli í Noregi í fyrra en umsóknirnar voru 30 þúsund talsins árið 2015, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun Noregs (Utlendingsdirektoratet, UDI).
Flestir þeirra sem sóttu um hæli í Noregi koma í gegnum Ítalíu og Grikklands. Umsækjendur eru frá mörgum löndum en Tyrkjum í hópi umsækjenda hefur fjölgað mjög. Búið er að loka fjölmörgum húsnæðisúrræðum á vegum UDI undanfarna mánuði vegna fækkun umsókna.
Tæplega 3.500 sóttu um hæli í Danmörku í fyrra og hafa ekki verið svo fáar umsóknir þar í landi síðan árið 2008.
Í lok september 2017 voru 5,2 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi, Líbanon, Jórdaníu, Írak, og Egyptalandi. Í Líbanon er einn af hverjum fimm íbúum flóttamaður.
Alls sóttu 3.458 um hæli í Danmörku í fyrra. 35% þeirra sem fengu umsókn sína afgreidda fengu hæli.
4.700 fengu heimild til fjölskyldusameiningar í Noregi í fyrra. Af þeim er rúmur helmingur frá Sýrlandi. Alls afgreiddi UDI um sjö þúsund umsóknir í fyrra og fengu um 60% þeirra jákvætt svar um vernd.