Heilar stikna í hitanum

Ástralskar leðurblökur.
Ástralskar leðurblökur. Wikipedia/Justin Welbergen

Hundruð leðurblaka hafa drepist í hitabylgjunni í Ástralíu og að sögn dýraeftirlitskonu í úthverfi Sydney hafa heilar þeirra bókstaflega stiknað í hitanum. Þar mældist hitinn 45 gráður á sunnudag.

„Þær bókstaflega suðu,“ segir Kate Ryan sem hefur eftirlit með dýrum á þessum slóðum. Hún telur að hundruð, jafnvel þúsundir hafi drepist úr hita en í svo miklum hita stiknar heilinn í leðurblökum. 

Um er að ræða ákveðna tegund af leðurblökum sem þrífst aðeins í Ástralíu og er óttast að hún sé í útrýmingarhættu. Tjónið vegna hitans um þessar mundir getur haft veruleg áhrif á stærð stofnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert