Hertar reglur um Airbnb í Amsterdam

Sei sei, segja margir íbúar Amsterdam við vaxandi fjölda ferðamanna.
Sei sei, segja margir íbúar Amsterdam við vaxandi fjölda ferðamanna.

Borgaryfirvöld í Amsterdam hafa ákveðið að herða reglur um heimagistingu í borginni þannig að einungis verður heimilt að leigja út íbúðir í samtals 30 daga á ári, frá og með næsta ári. Þetta er gert til að stemma stigu við fjölgun ferðamanna í borginni en í dag er heimilt að leigja út íbúðir í allt að 60 daga á ári.

Borgarráð Amsterdam í Hollandi greindi frá ákvörðun sinni í tilkynningu en þar kemur fram að fjölgun ferðamanna til borgarinnar hafi haft neikvæð áhrif á nokkur hverfi borgarinnar. 17 milljónir ferðamanna heimsækja Amsterdam ár hvert og hefur heimagisting fimmfaldast frá árinu 2013. 

Árið 2013 voru 4.500 heimili á skrá en 22 þúsund á síðasta ári samkvæmt tölum borgaryfirvalda. Skrá þarf heimagistinguna hjá yfirvöldum en í dag er í gildi samkomulag milli bókunarvefsiðna á borð við Airbnb og Booking.com um að árleg hámarkstímalengd útleigu heimagistingar sé 60 dagar á ári og gildir samningurinn út þetta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert