Danir brutu gegn úrskurði Mannréttindadómstólsins

Inger Støjberg.
Inger Støjberg. AFP

Dönsk yf­ir­völd brutu vænt­an­lega gegn úr­sk­urði Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu með því að synja al­var­lega veik­um hæl­is­leit­enda um mannúðar­vernd í Dan­mörku.

Ráðherra inn­flytj­enda­mála, In­ger Støj­berg, viður­kenndi í umræðum á danska þing­inu í gær að ráðuneytið hafi ekki staðið sig sem skyldi við að inn­leiða og aðlaga sig að úr­sk­urði ECHR frá því í des­em­ber 2016.

„Svo ég segi það hreint út þá tók það of lang­an tíma að taka til­lit til úr­sk­urðar­ins. Það tók einnig of lang­an tíma að koma danskri aðlög­un í gagnið,“ sagði Støj­berg í fyr­ir­spurn­ar­tíma í Kristjáns­borg í gær.

Fyrr um dag­inn hafði Politiken birt frétt um að úr­sk­urður ECHR eigi við í 11 mál­um í Dan­mörku og af þeim hafi sjö þegar verið gert að yf­ir­gefa landið.

Ráðuneytið mun nú leita leiða hvernig sé hægt að taka upp mál þeirra að nýju. Úrsk­urður­inn, sem var birt­ur í des­em­ber 2016, snýst um brott­vís­un belg­ískra yf­ir­valda á Georgíu­mann­in­um Georgie Papos­hvili.  Svo virðist sem starfs­menn í ráðuneyti Støj­berg hafi ekki vitað af niður­stöðu hans fyrr en í mars í fyrra, það er þrem­ur mánuðum síðar, og þá eft­ir að hafa fengið ábend­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu þar að lút­andi.

Bæði Norðmenn og Sví­ar höfðu á þeim tíma þegar inn­leitt niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Eft­ir að ráðuneyti inn­flytj­enda­mála áttaði sig á þessu, í mars 2017, liðu tveir mánuðir þangað til ráðuneytið sjálft hafði lagt drög að inn­leiðingu henn­ar í Dan­mörku. 

Støj­berg seg­ir að ekki hafi verið rétt staðið að inn­leiðing­unni og áfram var ekki til­lit til aðstæðna fólks á grund­velli mannúðarsjón­ar­miða. Það var ekki fyrr en um síðustu helgi að ráðuneytið til­kynnti um að fólki sem hef­ur verið synjað um hæli en er al­var­lega veikt skuli ekki vísað um­svifa­laust úr landi held­ur veitt tíma­bundið dval­ar­leyfi. Hún seg­ir að þrátt fyr­ir þetta muni Dan­mörk ekki breyta regl­um sín­um og veita fleir­um hæli en nú er. Aðeins sé um að ræða frest­un á brott­vís­un. 

Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka