Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ekki rétt að hann hafi notað jafngróf orð og höfð eru eftir honum í fjölmiðlum um innflytjendur frá ákveðnum ríkjum. Fréttir hafa borist af því að hann hafi talað um skítalönd þegar hann talaði um Haítí, El Salvador og ríki Afríku á fundi með þingmönnum í gær.
Trump segist ekki hafa sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí en þingmaður demókrata, Dick Durban, sem var a fundinum með Trump er ekki á sama máli.
Hann segir að Trump hafi notað andstyggileg rasísk orð um innflytjendur á fundinum.
Blöðin Washington Post, New York Times, Politico og Wall Street Journal hafa öll birt fréttir af fundinum þar sem haft er eftir þeim sem voru á fundinum hvernig Trump hafi talað niður til innflytjenda. Hvíta húsið hefur ekki borið fréttirnar til baka.
The language used by me at the DACA meeting was tough, but this was not the language used. What was really tough was the outlandish proposal made - a big setback for DACA!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 12, 2018
Never said anything derogatory about Haitians other than Haiti is, obviously, a very poor and troubled country. Never said “take them out.” Made up by Dems. I have a wonderful relationship with Haitians. Probably should record future meetings - unfortunately, no trust!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 12, 2018