Neitar að hafa talað illa um Haítíbúa

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ekki rétt að hann hafi notað jafngróf orð og höfð eru eftir honum í fjölmiðlum um innflytjendur frá ákveðnum ríkjum. Fréttir hafa borist af því að hann hafi talað um skítalönd þegar hann talaði um Haítí, El Salvador og ríki Afríku á fundi með þingmönnum í gær.

Trump segist ekki hafa sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí en þingmaður demókrata, Dick Durban, sem var a fundinum með Trump er ekki á sama máli.

Hann segir að Trump hafi notað andstyggileg rasísk orð um innflytjendur á fundinum. 

Blöðin Washington Post, New York Times, Politico og Wall Street Journal hafa öll birt fréttir af fundinum þar sem haft er eftir þeim sem voru á fundinum hvernig Trump hafi talað niður til innflytjenda. Hvíta húsið hefur ekki  borið fréttirnar til baka.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert